Elvar Örn hefur lokið leik á EM
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Elvar Örn Jónsson (Sævar Jónasson)

Samkvæmt heimildum Handkastsins hefur Elvar Örn Jónsson leikmaður íslenska landsliðsins og Magdeburg spilað sínar síðustu mínútur fyrir íslenska landsliðið á Evrópumótinu.

Elvar Örn handarbrotnaði í fyrri hálfleik í sigri Íslands gegn Ungverjalandi í lokaleik þjóðanna í riðlakeppninni í Kristianstad í kvöld en Ísland vann leikinn með einu marki 24-23 í spennuþrungnum leik.

Um er að ræða hrikalega slæmar fréttir fyrir íslenska landsliðið en Elvar Örn hefur verið byrjunarliðsmaður í öllum þremur leikjum Íslands á mótinu til þessa og verið lykilmaður liðsins undanfarin stórmót.

Elvar Örn og Ýmir Örn Gíslason hafa myndað miðvarðarpar íslenska landsliðsins á mótinu til þess en báðir duttu þeir út í leiknum gegn Ungverjum í kvöld. Ýmir Örn Gíslason fékk að líta rauða spjaldið í upphafi síðari hálfleiks.

Einar Þorsteinn Ólafsson sem hefur glímt við veikindi frá því að Evrópumótið fór af stað kom hinsvegar inn af miklum krafti í íslensku vörnina og var einn af betri leikmönnum Íslands í síðari hálfleik.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top