
Stymmi spáir í spilin (
Stymmi Klippari mun í allan vetur spá í spilin og tippa á hvernig komandi umferð mun fara í Olís deildum karla og kvenna. Hér að neðan má sjá hvernig hann telur að 15.umferð fari í Olís deild kvenna. ÍBV– Fram (Fimmtudagur 18:00) / Sigurvegari: ÍBV ÍBV tapaði fyrsta leiknum sínum í talsverðan tíma þegar þær mættu Val um helgina og misstu toppsætið meðan Fram vann góðan sigur fyrir norðan. Fram eru á ferð og flugi þessa dagana og fara til Vestmannaeyja núna. ÍBV munu komast aftur á sigurbraut í dag og vinna Fram. Haukar– ÍR (Fimmtudagur 18:30) / Sigurvegari: Haukar Haukar verið á góðu róli eftir HM pásuna meðan ÍR vann loksins leik um helgina eftir erfiðar vikur undanfarið. Haukar vilja ólmar hefna fyrir töpin gegn ÍR í vetur og ég held þær haldi sínu góða róli áfram og vinni ÍR á heimavelli í kvöld. KA/Þór – Stjarnan (Fimmtudagur 19:00) / Sigurvegari: KA/Þór KA/Þór fá Stjörnuna í heimsókn í kvöld. KA/Þór tapaði baráttuleik gegn Fram um helgina meðan Stjarnan tapaði gegn Haukum í síðustu viku. KA/Þór hafa verið erfiðar heim að sækja og ég held að Stjarnan muni fara tómhentar heim frá Akureyri í kvöld. Selfoss – Valur (Fimmtudagur 19:30) / Sigurvegari: Valur Botnliðið gegn toppliði deildinnar. Það þarf ekkert að lengja þessa spá neitt meira. Valur fer á Selfoss og vinnur í kvöld örugglega. 14.umferð (4 réttir)
13.umferð (4 réttir)
12.umferð (3 réttir)
11.umferð (3 réttir)
10.umferð (3 réttir)
9.umferð (2 réttir)
8.umferð (4 réttir)
7.umferð (2 réttir)
6.umferð (3 réttir)
5.umferð (2 réttir)
4.umferð (4 réttir)
3.umferð (3 réttir)
2.umferð (2 réttir)
1.umferð (3 réttir)

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.