Gunnar Valur Arason (Sævar Jónasson)
Afturelding fékk Fjölni í heimsókn í Myntkaup höllina í Mosfellsbæ í kvöld í Grill 66 deild kvenna. Úr varð algjör hörkuleikur. Afturelding var þó alltaf einu skrefi á undan. Fór það svo að Afturelding vann naumlega 24-23 eftir að staðan hafði verið í hálfleik 11-9 fyrir Aftureldingu. Agnes Ýr Bjarkadóttir var markahæst hjá Aftureldingu með 6 mörk. Ingibjörg Gróa Guðmundsdóttir átti flottan leik í markinu hjá þeim með 15 varin skot. Hjá Fjölni var Berglind Benediktsdóttir markahæst með 7 mörk. Signý Pála Pálsdóttir varði 12 skot. Nokkuð ljóst að Grill 66 deild kvenna fer ljómandi vel af stað. Mikið af jöfnum leikjum og lítill munur á milli liða oft á tíðum. Deildin verður jöfn og spennandi allt til enda.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.