Líkar vel við lífið í Færeyjum
Egill Bjarni Friðjónsson)

Benedikt Emil Aðalsteinsson (Egill Bjarni Friðjónsson)

Benedikt Emil Aðalsteinsson gekk á dögunum til liðs við færeyska liðið KÍF í Kollafirði eins og Handkastið hefur áður greint frá.

Flott áskorun og ævintýri sem Benedikt ákvað að henda sér út í.

Benedikt Emil er fæddur árið 2005, uppalinn hjá FH og var í sigursælum yngri flokkum hjá félaginu. Fyrir rúmum 3 árum skipti hann svo yfir í Víking. Tímabilið 2023-2024 endaði hann markahæstur í Grill 66 deildinni með Víking U með samtals 118 mörk.

Benedikt er einnig ákaflega efnilegur yngri flokka þjálfari að mati sá sem þetta ritar og hefur verið að sinna því af natni og alúð undanfarin ár.

Við tókum Benedikt í stutt spjall.

Til hamingju Benedikt með þetta. Átti þetta sér langan aðdraganda?
Takk kærlega og nei þetta gerðist allt voðalega hratt og smurt fyrir sig.

Hvernig lýst þér á félagið og allt saman?
Félagið er mjög flott. Góð aðstaða og frábært fólk í kringum félagið.

En hvernig lýst þér á rúmlega 700 manna sveitaþorpið Kollafjörð?
Þetta er mjög fínt. Allir virkilega almennilegir og það þekkja allir alla hérna og ég verð að segja að mér finnst þetta bara mjög þægilegur staður.

Hvernig meturðu Færeysku úrvalsdeildina samanborið við Grill 66 deildina?
Ég held að deildirnar séu bara mjög svipaðar. En færri lið hér úti.

Hvað ertu að gera í Kollafirðinum samhliða því að æfa og spila?
Ég mun þjálfa eitthvað yngri flokka hjá félaginu og svo mun ég vinna á Frístundaheimilinu hér í bænum.

Á Wikipedia síðu um bæinn kemur þar fram að kappróður sé iðkað í félaginu. Á mögulega að bjóða fram krafta sína í Kappróðurs keppni á bæjarhátíð eða á sjómannadaginn?
Hver veit - aldrei að vita. En finnst líklegt að maður haldi sig bara við Handboltann.

Ólafsvakan - þjóðhátíð þeirra Færeyinga næsta sumar. 2 spor til vinstri og eitt til hægri er helsti dansinn þar. Verða sporin ekki klár?
Maður verður allavega að kíkja á Ólafsvökuna. Engin spurning. Hef bara heyrt frábæra hluti um þessa hátíð.

Handkastið óskar Benedikt, eða Benna eins og hann er iðulega kallaður, góðs gengis í Færeyjum og vonar að honum gangi mjög vel bæði innan vallar og utan vallar í þessu skemmtilega ævintýri í Færeyjum.

Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni af þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top