Frítt fyrir handboltaiðkendur og áritanir eftir leik
BO AMSTRUP / Ritzau Scanpix via AFP)

Elín Klara Þorkelsdóttir - Ísland (BO AMSTRUP / Ritzau Scanpix via AFP)

Undankeppnin fyrir EM 2026 kvenna hefst í kvöld þegar íslenska landsliðið tekur á móti því færeyska í fyrsta leik riðilsins. Auk Færeyja er Ísland í riðli með Portúgal og Svartfjallalandi í D-riðli undankeppninnar.

Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður leikinn í Úlfarsárdalnum, heimavelli Fram.

Athygli vekur að frítt er á leikinn fyrir alla iðkendur Þjóðaríþróttarinnar yngri en 16 ára. Í tilkynningu frá HSÍ í gær voru félög hvött til þess að fjölmenna á leikinn með sína iðkendur og styðja við bakið á stelpunum okkar.

Þá kemur einnig fram að eftir leik munu áhorfendur fá tækifæri til að hitta stelpurnar og fá áritanir frá þeim.

Á sunnudaginn mætir íslenska landsliðið síðan því portúgalska ytra í öðrum leik riðilsins.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top