Norðurlöndin: 8-liða úrslit sænska bikarsins farin af stað
BO AMSTRUP / Ritzau Scanpix via AFP)

Elín Klara Þorkelsdóttir - Ísland (BO AMSTRUP / Ritzau Scanpix via AFP)

Í kvöld fóru fram fyrri leikirnir í sænska bikarnum, kvennamegin en þar var meðal annars Íslendingaslagur þegar Sävehof tók á móti Skara í hörkuleik. Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði þrjú mörk fyrir heimaliðið á meðan Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði eitt mark og Lena Margrét Valdimarsdóttir komst ekki á blaði fyrir gestina en leiknum lauk með jafntefli, 32-32 og því allt galopið fyrir seinni leikinn sem fer fram sunnudaginn 2.nóvember í Skara.

Annað Íslendingalið var í eldlínunni í kvöld en Kristianstad tapaði með minnsta mun á útivelli fyrir Ystads IF, 32-31 en Berta Rut Harðardóttir skoraði þrjú mörk fyrir gestina sem eru í góðum möguleika á því að tryggja sér sæti í final four. Seinni leikur liðanna fer fram laugardaginn 1.nóvember í Kristianstad.

Önnur úrslit urðu þau að Boden unnu góðan heimasigur á Skövde HF, 30-26 á meðan Höörs HK unnu frábæran útisigur á Önnereds HK, 23-30 og eru því í mjög fínum málum fyrir seinni leikinn.

Úrslit dagsins:

Sävehof 32-32 Skara

Ystads IF 32-31 Kristianstad

Boden 30-26 Skövde HF

Önnereds HK 23-30 Höörs HK

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top