Á köflum sjálfum okkur verstar
Baldur Þorgilsson)

Anton Rúnarsson wValur (Baldur Þorgilsson)

Kvennalið Vals tapaði gegn Íslendingaliðinu, Blomberg Lippe í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar ytra á laugardaginn, 37-24 eftir að hafa verið 21-12 undir í hálfleik. Síðari leikur liðanna fer fram í Valshöllinni næstkomandi sunnudag.

Handkastið heyrði í Antoni Rúnarssyni þjálfara Vals og spurði hann út í leikinn.

,,Við byrjuðum leikinn af krafti og var þetta jafnt fyrstu 10 mínúturnar og staðan 6-6. Síðan kom slæmur kafli hjá okkur varnar og sóknarlega á sama tíma og náðu þær að nýta sér það og breyttu stöðunni í 10-6. Þær náðu síðan að auka forskotið jafnt og þétt og var staðan í hálfleik 21-12 þeim í vil,” sagði Anton sem sagði að byrjunin á seinni hálfleiknum hafi ekki verið eins góð og hann hafi vonast eftir.

,,Við byrjuðum seinni háfleikinn ekki nægilega vel og gengu þær á lagið og náðu að skora mikið af auðveldum mörkum á okkur. Sóknarlega vantaði meira flæði og beinskeyttari árasir frá okkur.”

Hann segir að Valsliðið hafi því miður ekki náð upp sínum besta leik á laugardaginn.

,,Við vorum að spila gegn gríðarlega sterku og vel mönnuðu liði Blomberg. Það verður ekki af þeim tekið að þær eru gríðarlegar sterkar og frábært lið en við hefðum viljað gefa þeim meiri leik og vorum langt frá okkar besta í þessum leik og á köflum sjálfum okkur verstar.”

,,Við eigum hins vegar aftur leik við þær á sunnudaginn á okkar heimavelli þar sem við munum leggja allt í sölurnar til ná fram betri frammistöðu heldur en við sýndum í þessum leik,” sagði Anton Rúnarsson þjálfari kvennaliðs Vals að lokum en liðið mætir í millitíðinni ÍR í Olís-deild kvenna þar sem tvö efstu lið deildarinnar mætast á miðvikudagskvöldið.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top