Verið að taka stór og mikilvæg skref í Breiðholtinu
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Sara Dögg Hjaltadóttir (Sævar Jónasson)

ÍR unnu Val á miðvikudaginn 24-25 í Olís deild kvenna og jöfnuðu þær á toppi deildinnar með 14 stig fyrir HM pásuna í deildinni.

Gengi ÍR var til umræðu í síðasta þætti Handkastins og velti Arnar Daði Arnarsson þáttastjórnandi því fyrir sér hver hefði búist við því á þessum tímapunkti að ÍR væri í toppslag í deildinni. ,,Þær eru búnar að mæta Val tvívegis, Haukum tvívegis það er ekki eins og þær séu búnar að mæta botnliðunum tvívegis."

Aðalsteinn Eyjólfsson finnst þetta vera stórkostleg tíðindi að ÍR sé komið með kvennalið í hóp þeirra bestu sé tekið mið af sögu þessa félags. ,,Það voru margir árgangar sem fóru úr Breiðholtinu á sínum tíma sem hafði mest með það að gera að það var ekki starfræktur meistaraflokkur í ÍR á þeim tíma. Þær hafa oft verið með frábært barna og unglingastarf en hafa misst sínar bestu stelpur annað."

Starfið sem verið er að vinna upp í Breiðholti er greinilega mjög gott og vildi Aðalsteinn hrósa Sólveigu Láru sem lagði grunninn að þessu og Grétar Áka sem kom inn og hefur byggt ofan á það. ,,Það er verið að taka stór og mikilvægt skref, það er oft mikil hindrun í svona uppbyggingu eins og er að eiga sér stað þarna uppfrá að brjóta niður veggi og gera eitthvað í fyrsta skiptið en svo þegar eitthvað hefur verið gert einu sinni er oft auðveldara að gera það aftur" sagði Aðalsteinn.

ÍR-ingurinn í Aðalsteini sem þjálfaði þarna um skeið gleðst mikið yfir þessu góða gengi og starfi sem verið er að vinna í félaginu, sérstaklega kvennamegin.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top