Kári Kristján Kristjánsson (Egill Bjarni Friðjónsson)
Þór tók á móti ÍBV á Akureyri í dag í fyrsta leik 15.umferðar í Olís deild karla. Eyjamenn mættu án Sigtryggs Daða Rúnarssonar og Ísak Rafnssonar sem voru báðir fjarverandi í dag. Það kom þó ekki að sökn í upphafi leiks en Eyjamenn voru snöggir á ná góðu forskoti í fyrri hálfleik og spilaði Haukur Leó Magnússon vinstri hornamaður ÍBV virkilega vel í fyrri hálfleik þegar ÍBV leiddi með 2 mörkum þegar flautað var til hálfleiks 14-16. Eyjamenn mættu grimmir til leiks í síðari hálfleik og náðu fimm marka forskoti strax í upphafi síðari hálfleiks. Þeir héldu þessu forskoti allt til loka leiksins og unnu að lokum fimm marka sigur 27-32 og komast upp í 17 stig í Olís deildinni og sitja í 5.sæti deildinnar. Þór eru ennþá í 11.sæti deildinnar með 7 stig, 2 stigum á undan ÍR sem eru á botni deildinnar. Oddur Gretarsson var markahæstur í liði Þórs í dag með 9 mörk en hjá ÍBV var Dagur Arnarsson allt í öllu með 12 mörk.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.