Víkingur (Emma Elísa Jónsdóttir)
Í leik Víkings og Vals 2 á dögunum voru gerð mistök þegar röngum leikmanni Vals 2 var vísað af velli af dómurum leiksins. Logi Finnsson fékk réttilegan dæmdar á sig 2 mínútna brottvísun en það sem gerist hinsvegar er að grænlenski leikmaðurinn í liði Vals 2, Kim Holger Josafsen Nielsen gengur útaf vellinum en Logi Finnsson heldur leik áfram og tekur ekki út sína brottvísun heldur Grænlendingurinn. Víkingar vísa til í kærunni sinni að Logi Finnsson hafi síðan átt þátt í nánast öllum lykilatriðinum Vals 2 það sem eftir lifði leiks. Bæði lið skiluðu inn greinargerð um málið sem lesa má í heild sinni hér. Niðurstaða dómnefndar eru þau að úrslit leiksins sem lauk með 29-31 sigri Vals 2 skulu standa óbreytt og þarf Víkingur að greiða Val 50.000 kr vegna málskostnaðar.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.