Nathalie Hagman (THOMAS KIENZLE / AFP)
Sex leikir fóru fram á heimsmeistaramóti kvenna sem fram fer í Þýskalandi og Hollandi þessa dagana. Leikið var í milliriðlum í dag og í kvöld. Japan og Ungverjaland skildu jöfn 26-26 í leik þar sem Japan var mest sex mörkum yfir í seinni hálfleik en Ungverjarnir komu til baka og jöfnuðu í lokin. Mikilvægt stig fyrir Ungverjaland sem eru i 2.sæti riðilsins með sjö stig, þremur stigum meira en Rúmenía og hafa því tryggt sér í 8-liða úrslit keppninnar. Rúmenía vann 20 marka sigur á Senegal 37-17 og Danmörk vann þrettán marka sigur á Sviss 36-23. Í hinum milliriðlinum vann Brasilía sex marka sigur á Angóla 32-26 og tryggðu sér þar með sæti í 8-liða úrslitum keppninnar en Brasilía komst mest tíu mörkum yfir í leiknum. Noregur er einnig komið í 8-liða úrslit eftir 23 marka sigur á Tékklandi 37-14 en Svíþjóð vann Suður-Kóreu 32-27 en sá sigur dugar Svíum skammt því liðið hefur tapaði bæði gegn Noregi og Brasilíu í keppninni. Heimsmeistaramótið heldur áfram á morgun en íslensku stelpurnar verða í eldlínunni annað kvöld þegar þær mæta Færeyjum klukkan 19:30 í lokaleik sínum á mótinu. Úrslit dagsins:
Angóla - Brasilía 26-32
Rúmenía - Senegal 37-17
Japan - Ungverjaland 26-26
Svíþjóð - Suður-Kórea 32-27
Tékkland - Noregur 14-37
Sviss - Danmörk 23-36

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.