HM í dag – Línur farnar að skýrast
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Elín Rósa Magnúsdóttir (INA FASSBENDER / AFP)

Tíu leikir fóru fram á heimsmeistaramóti kvenna sem fram fer í Hollandi og Þýskalandi um þessar mundir. Fjórir leikir fóru fram í Forsetabikarnum og sex leikir voru leiknir í milliriðlunum en tveimur milliriðlum lauk í dag.

Í Forsetabikarnum vann Króatía níu marka sigur á Úrúgvæ 34-25 eftir að hafa verið 19-10 yfir í hálfleik. Þá vann Paragvæ þrettán marka sigur á Íran 33-20 og eru Paragvæ og Króatía með fullt hús stiga í sínum riðli áður en liðin mætast í lokaumferðinni.

Í hinum riðlinum í Forsetabikarnum gerði Egyptaland og Kúba jafntefli 26-26 í jöfnum og spennandi leik þar sem Egyptaland voru tveimur mörkum yfir í hálfleik 14-12. Í hinum leiknum mættust Kína og Kasakstan sem endaði með tveggja marka sigri Kína 32-30.

Lokaumferðin í tveimur milliriðlum fór fram í dag þar sem íslensku stelpurnar voru í eldlínunni og mættu Færeyjum. Ísland vann nágranna okkar frá Færeyjum 33-30 eftir að hafa verið yfir megnið af leiknum.

Í hinum leikjum riðilsins vann Svartfjallaland sextán marka sigur á Serbíu 33-17 eftir að hafa verið 13-9 yfir í hálfleik. Svartfjallaland vann seinni hálfleikinn 20-8. Þá vann Þýskaland fjögurra marka sigur á Spáni 29-25 eftir að hafa verið 13-10 yfir í hálfleik. Þýskaland og Svartfjallaland hafa tryggt sér í 8-liða úrslit keppninnar en leikur Svartfjallalands og Serbíu var úrslitaleikur um hvor þjóðin færi í 8-liða úrslitin.

Túnis vann tveggja marka sigur á Austurríki 27-25 í fyrsta leik í hinum milliriðlinum sem lauk í dag. Frakkland vann Argentínu sannfærandi 29 - 17 eftir að hafa verið 14-8 yfir í hálfleik og loks mættust Pólland og Holland í lokaleik riðilsins. Holland vann leikinn 33-22 og sitja í öðru sæti milliriðilins með jafn mörg stig og Frakkar sem eru í efsta sæti.

Úrslit dagsins:

Króatía - Úrúgvæ 34-25

Íran - Paragvæ 20-33

Egyptaland - Kúba 26-26

Kína - Kasakstan


Austurríki - Túnis 25-27

Svartfjallaland - Serbía 33-17

Argentína - Frakkland 17-29

Spánn - Þýskaland 25-29

Færeyjar - Ísland

Pólland - Holland

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top