Leikmenn fara í Stjörnuna til að deyja
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Stjarnan (Sævar Jónasson)

HK vann lífsnauðsynlegan sigur í 14.umferð Olís-deildar karla á miðvikudagskvöldið þegar Stjarnan kom í heimsókn. HK náði sjö marka forystu í upphafi seinni hálfleiks en Stjarnan sýndi baráttu og seiglu og náðu að jafna metin. 

Stjarnan fékk tækifæri til að komast yfir í lokasókn sinni en Patrekur Öfjörð Guðmundsson vinstri hornamaður Stjörnunnar lét Róbert Örn Karlsson markvörð HK verja frá sér úr vinstra horninu. Það var síðan Jóhann Birgir Ingvarsson leikmaður HK sem skoraði sigurmark leiksins nokkrum sekúndum fyrir leikslok.

Rætt var um stöðu Stjörnunnar í nýjasta þætti Handkastsins en liðið situr í 8.sæti deildarinnar með 10 stig að loknum 14 umferðum. Stymmi klippari stýrði þættinum og spurði þá Kristin Björgúlfsson og Ásgeir Jónsson út í stöðu mála í Garðabænum.

,,Gæðin eru einfaldlega ekki meiri. Fyrir mér hefur Stjarnan verið í mörg ár “Project nothing”. Félagið í heild sinni. Það var voðalega mikið talað um það þegar Patti Jó. náði frábærum árangri að koma liðunum í gegnum 8-liða úrslit síðan 1991 í covid. Það hefur ekkert breyst. Það hefur ekkert breyst með komu Hrannars sem þjálfara Stjörnunnar,” sagði Kristinn Björgúlfsson og bætti við: ,,Mér hefur yfirleitt liðið þannig að leikmenn fara í Stjörnuna til að deyja.”

Ásgeir Jónsson var heldur betur ósammála þeim orðum Kristins.

,,Mér finnst bæði Ísak Logi og Hans Jörgen hafa tekið framförum eftir að þeir komu í Stjörnuna. Það vantar hinsvgar stöðugleika, það er viðfangsefnið. Þar geta menn sagt að það hafa verið mikil meiðsli og mikil rótering. En það er hluti af verkefninu, það díla allir við það.”

,,Ég væri þá til í að vita hvert verkefnið er í Stjörnunni. Þeir eru með tíu stig af 28 mögulegum. Þegar ég horfi á leikmannahóp Stjörnunnar þá eiga þeir að geta gert miklu miklu betur og það er það sem er áhyggjuefnið,” skaut Kristinn inní áður en Stymmi klippari stöðvaði umræðuna en bætti við að  Stjarnan mætir FH í næstu umferð Olís-deildarinnar á mánudagskvöldið en Stjarnan hafði betur í fyrri viðureign liðanna á tímabilinu.

Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 15% afslátt af öllum boozt á Hressbarnum og 15% afslátt af öllum staðgreiddum kortum út desember. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top