Norðurlöndin: Sigrar hjá Íslendingunum í Noregi
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Tryggvi Þórisson (Kristeinn Steinn Traustason)

Heil umferð fór fram í norsku úrvalsdeildinni í dag á meðan þrír leikir fóru fram í dönsku úrvalsdeildinni. Þó nokkrir Íslendingar voru í eldlínunni en við byrjum yfirferðina í Noregi.

Kolstad og Elverum halda áfram baráttu sinni um toppsætið en bæði lið unnu sína leiki í dag. Kolstad vann öruggan heimasigur á Bergen, 30-21 í seinasta leik dagsins en Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði eitt mark úr tveimur skotum á meðan Sigvaldi Björn Guðjónsson og Sigurjón Guðmundsson voru ekki í leikmannahópnum í dag.

Elverum unnu einnig öruggan og þægilegan heimasigur í dag gegn Degi Gautasyni og félögum í Arendal. Lokatölur urðu 37-27 fyrir Elverum en Tryggvi Þórisson skoraði eitt mark úr einu skoti fyrir heimamenn á meðan Dagur skoraði tvö mörk úr fimm skotum og fékk að auki eina brottvísun.

Ísak Steinsson og félagar í Drammen unnu góðan útisigur á Sandefjord, 28-32 en Ísak fékk lítið að spreyta sig í dag en hann varði aðeins eitt skot af þeim átta sem hann fékk á sig eða 13% markvarsla. Önnur úrslit frá Noregi í dag má sjá neðst í fréttinni.

Lærisveinar Arnórs Atlasonar í TTH Holstebro gerðu jafntefli í hörkuleik gegn Sønderjyske á heimavelli í dag, lokatölur 32-32 en Jóhannes Berg Andrason skoraði eitt mark úr tveimur skotum, gaf eina stoðsendingu og fékk að auki eina brottvísun. Hin úrslit dagsins í Danmörku má sjá neðst í fréttinni.

Úrslit dagsins:

Noregur:

Follo 24-27 Halden

Sandefjord 28-32 Drammen

Bækkelaget 29-29 Nærbø

Elverum 37-27 Arendal

Runar 32-23 Fjellhammer

Sandnes 30-29 Kristiansand

Kolstad 30-21 Bergen

Danmörk:

TTH Holstebro 32-32 Sønderjyske

Mors-Thy 29-28 Bjerringbro-Silkeborg

Aalborg 31-29 Skjern

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top