Goðsögnin framlengir við Kiel
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Henrik Pekeler Domagoj Duvnjak ((MARIUS BECKER / dpa Picture-Alliance via AFP)

Króatíska goðsögnin í liði Kiel, Domagoj Duvnjak hefur framlengt samningi sínum við félagið til ársins 2027. Þetta var tilkynnt eftir sigur Kiel gegn Erlangen í lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar á þessu ári á föstudagskvöldið. Kiel vann leikinn með þremur mörkum 28-25.

Þetta þýðir að hinn 37 ára gamli Króati mun klæðast svört-hvítu áfram í þýsku úrvalsdeildinni en hann gekk í raðir félagsins fyrir tímabilið 2014/2015. Hann gekk í raðir Kiel eftir fimm tímabil hjá Hamburg. 

Hann hefur síðan unnið til fjölda titla sem einn af lykilmönnum liðsins.

Duvnjak hefur verið einn af þeim lykilmönnum Kiel allt frá komu sinni í félagið. Duvnjak hætti að leika með króatíska landsliðinu á heimavelli í janúar á þessu ári er króatíska landsliðið undir stjórn Dags Sigurðssonar vann til silfurverðlauna á HM í Króatíu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 11
Scroll to Top