Fékk ósmekklegt SMS eftir tap í bikarúrslitum
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Christian Berge (Julien Kammerer / DPPI via AFP)

Christian Berge þjálfari Kolstad fékk ósmekkleg smáskilaboð eftir tap liðsins í bikarúrslitum gegn Runar um helgina en hann greindi frá smáskilaboðunum í færslu á Facebook síðu sinni.

Christian Berge greindist með krabbamein árið 2005 er hann lék sem atvinnumaður með Flensburg í Þýskalandi.

,,Ánægjulegt að þú lifðir af krabbamein til að sjá ömurlega liðið þitt tapa í bikarúrslitum,” stóð í SMS skilaboðunum til Berge frá aðila að nafni Morten en skilaboðin voru skrifuð á norsku: Glad du overlevde kreften så du fikk se mokkalaget dit gå nedom. Ett par skrivefeil, sorry.

Kolstad töpuðu óvænt úrslitaleiknum gegn Runar sem voru töluvert sterkari aðilinn í leiknum og komust meðal annars í 11-3 í upphafi leiks en þá fékk besti leikmaður Runar, rautt spjald og jöfnuðust leikar í kjölfarið. 

Í færslu sinni á Facebook þar sem Berge birti skjáskot af skilaboðunum skrifaði hann:

,,Í lokin á erfiðu ár, þar sem margir hafa haft skoðanir um margt fékk ég þessi skilaboð í kvöld frá Morten. Venjulega læt ég þetta ekki trufla mig, en þessi skilaboð eru langt yfir strikið og Morten á skilið að þessi skilaboð komi fram. Takk Morten, þú hittir í mark. Skilaboðin olli sársauka. Til allra annarra: Áframhaldandi gleðileg jól og farsælt nýtt ár þegar sú tíð kemur.”

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 28
Scroll to Top