Óðinn Þór Ríkharðsson (JOHAN NILSSON / TT News Agency via AFP)
Strákarnir okkar mættu Evrópumeisturum Frakklands í loka undirbúning liðsins fyrir Evrópumótið sem hefst á fimmtudaginn næstkomandi. Frammistaðan hjá strákunum okkar gefur góð fyrirheit fyrir komandi EM. Ísland spilaði frábærlega á öllum sviðum má segja í fyrri hálfleik en liðið var með góða skotnýtingu og góðan varnarleik og markvörslu. Strákarnir okkar leiddu í hálfleik 14-16. Frakkarnir komu sterkir inn í síðari hálfleikinn og náðu fljótlega að komast yfir og Ísland voru í eltingarleik nánast allan síðari hálfleikinn og lokatölur 31-29 fyrir Frakklandi. Óðinn Þór Ríkharðsson og Ómar Ingi Magnússon voru atkvæðamestir í liði Íslands báðir með fimm mörk. Bjarki Már Elísson, Elvar Örn Jónsson og Orri Freyr Þorkelsson skoruðu allir fjögur mörk. Björgvin Páll Gústavsson stóð í marki Íslands allan leikinn í dag og var með fjórtán varða bolta eða 32% markvörslu. Ísland og Ítalía mætast í fyrsta leik Evrópumótsins næstkomandi föstudag og leikurinn hefst klukkan 17:00 á Íslenskum tíma.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.