Stymmi spáir í spilin: 13. umferð Olísdeildar kvenna
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Stymmi spáir í spilin (

Stymmi Klippari mun í allan vetur spá í spilin og tippa á hvernig komandi umferð mun fara í Olís deildum karla og kvenna.

Hér að neðan má sjá hvernig hann telur að 13.umferð fari í Olís deild kvenna.

Fram – Stjarnan (Miðvikudagur 20:00)  /  Sigurvegari: Fram

Þessi lið mættust í síðasta leik fyrir jól þar sem Stjarnan vann óvæntan sigur í Garðabænum. Fram fær tækifæri til þess að hefna fyrir tapið núna einungis þrem vikum eftir þennan leik og ég held þær grípi það tækifæri í Úlfarsárdalnum í kvöld. Eftir tvo sigurleiki í röð mun þetta run Stjörnunnar verða stöðvað.

ÍR– ÍBV(Fimmtudagur 18:00)  /  Sigurvegari: ÍBV

Gengi ÍR hefur verið hrikalegt eftir sigur þeirra á Val á síðasta ári með ÍBV leikur við hvern sinn fingur og er á toppi deildinnar. Ég held að Fröland hefði áfram í ham í markinu hjá ÍBV og þær komi í Skógarselið og vinni góðan sigur.

Haukar – Selfoss (Fimmtudagur 19:30)  /  Sigurvegari: Haukar

Selfoss er komið í botnsæti deildinnar eftir tap gegn Stjörnunni um síðustu helgi. Haukar voru komnar á gott ról en töpuðu gegn ÍBV í Eyjum í síðasta leik. Þær komast aftur á beinu brautina á fimmutdagskvöldið og vinna Selfoss þægilega á heimavelli.

Valur– KA/Þór (Laugardagur 15:30)  /  Sigurvegari: Valur

Valur var í basli með KA/Þór fyrir norðan rétt fyrir jól þegar þær náðu að sigla sigrinum í höfn á síðustu 10 mínútum leiksins. Thea Imani og Lilja Ágústsdóttir eu búnar að vera glíma við meiðsli en breiddin í Val er gífurleg og þær munu sigra KA/Þór á laugardaginn og komast aftur á toppinn með ÍBV.

12.umferð (3 réttir)
11.umferð (3 réttir)
10.umferð (3 réttir)
9.umferð (2 réttir)
8.umferð (4 réttir)
7.umferð (2 réttir)
6.umferð (3 réttir)
5.umferð (2 réttir)
4.umferð (4 réttir)
3.umferð (3 réttir)
2.umferð (2 réttir)
1.umferð (3 réttir)

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top