Fyrrum liðsfélagar í Val mættust á EM
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Bjarni í Selvindi (Baldur Þorgilsson)

Fyrrum liðsfélagar í Val á síðustu leiktíð þeir Allan Norðberg og Bjarni í Selvindi leikmenn færeyska landsliðsins og Svartfellingurinn Miodrag Corsovic sem lék með Val frá hausti og fram til áramóta á síðustu leiktíð mættust innbyrðis á Evrópumótinu á dögunum.

Það er sennilega ekki á hverju stórmóti sem fyrrum liðsfélagar tveggja erlendra þjóða í Olís-deildinni mætast innbyrðis í leik á stórmóti í handbolta.

Þjóðirnar mættust á sunnudaginn þar sem Færeyingar unnu sinn fyrsta sigur á stórmóti, nokkuð sannfærandi 37-24. Allan Norðberg skoraði eitt mark fyrir Færeyinga í leiknum en hann ásamt Bjarna í Selvindi leika í dag með Val í Olís-deildinni.

Línumaðurinn, Miodrag Corsovic skoraði þrjú mörk fyrir Svartfellinga í leiknum en hann gekk í raðir RK Partizan fyrir um ári síðan en hann leikur í dag með Dijon í frönsku úrvalsdeildinni.

Gera má ráð fyrir að allir þrír verði í eldlínunni í dag. Svartfellingar sem eru úr leik mæta Sviss klukkan 17:00 og Færeyingar mæta Slóveníu. Nái Færeyingar einu eða tveimur stigum úr leiknum í kvöld er ljóst að liðið mun mæta íslenska liðinu í milliriðli keppninnar í Malmö.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top