Martinovic og Appelgren til Veszprem
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ivan Martinovic ((MARIUS BECKER / dpa Picture-Alliance via AFP)

Þau tíðindi voru að berast að Veszprem hefur fengið þá Ivan Martinovic og Mikael Appelgren frá Rhein-Neckar Lowen og ganga þeir til félagsins strax í sumar. Í staðin fyrir Appelgren fær Rhein-Neckar Lowen Danann, Mike Jensen í skiptum.

Fyrr í dag greindum við frá því að þessi vistaskipti væru langt komin á veg.

Það er Handball Base á Instagram sem staðfestir þessi vistaskipti.

Talið er að ungverska liðið hafi verið tilbúið að greiða 150 þúsund evrur, um 22 milljónir kr til að losa báða leikmennina undan samningi strax í sumar auk þess sem Mike Jensen hafi verið boðið upp í, í skiptum.

Það er alltaf stutt í þá umræðu þegar talað er um Veszprem að liðið sé enn að leita af fyrsta Meistaradeildartitlinum. Það skemmtilega við íþróttir - er að það er alltaf næsta ár. Nú velta menn því fyrir sér, hvort þetta hafi verið púslið sem vantaði til að sækja þann stóra í Köln á næsta ári?

Nú er spurning hvernig Rhein-Neckar Lowen fyllir í skarð Ivan Martinovic en í dag greindum við frá því að Teitur Örn Einarsson sé sterklega orðaður við liðið.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top