U19 ára landslið Íslands komið í undanúrslit
(Kristinn Steinn Traustason)

Marel skoraði þrjú mörk í dag. (Kristinn Steinn Traustason)

Íslenska U19 ára landsliðið í hand­bolta sigraði Lit­há­en í morgun 21-13 á opna Evr­ópska mót­inu í Gautaborg. Um var að ræða lokaleik liðsins í riðlinum.

Með sigrinum tryggði liðið sér sæti í undanúrslitum á mótinu en Ísland endaði í 2.sæti í sínum riðli á eftir Spánverjum.

Íslenska liðið var ekki í vandræðum í leiknum í morgun og voru sjö mörkum yfir í hálfleik, 12-5.

Jens Bragi Bergþórs­son var marka­hæsti leikmaður ís­lenska liðsins með fjög­ur mörk og þeir Haukur Guðmundsson og Marel Baldvinsson skoruðu þrjú mörk hvor. Ingvar Dag­ur Gunn­ars­son skoraði tvö sem og þeir, Daní­el Montoro, Bessi Teits­son og Elís Þór Aðal­steins­son. Ágúst Guðmunds­son leikmaður HK og Valsararnir, Dag­ur Leó Fann­ars­son og Hrafn Þor­bjarn­ar­son skoruðu allir eitt mark hver.

Ísland vann fjóra af fimm leikj­um sín­um og fer því áfram í undanúr­slit ásamt Spánverjum. Ísland mætir Króatíu í undanúrslitunum á meðan Spánn mætir heimamönnum í Svíþjóð.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top