Birkir Ben á heimleið og enn án félags
(Raggi Óla)

Birkir Ben í leik með Aftureldingu (Raggi Óla)

Mosfellingurinn, Birkir Benediktsson er á heimalið eftir árs dvöl í Japan er hann lék í efstu deild þar í landi með Wakunaga. Þetta staðfesti hann í samtali við Handkastið.

Þar áður hafði hann leikið með Aftureldingu allan sinn feril. Birkir sagði í samtali við Handkastið að þrátt fyrir að þónokkur félög hér heima hafi haft samband við sig gerði hann ekki ráð fyrir því að leika handknattleik á næsta tímabili.

,,Ég er á heimleið en tek mér að öllum líkindum smá frí frá handbolta," sagði Birkir í samtali við Handkastið en hann vildi ekki gefa upp ástæðuna fyrir þeirri ákvörðun en Birkir hefur glímt við erfið meiðsli á ferli sínum.

Wakunaga endaði í 9.sæti í 14 liða úrvalsdeild í Japan á síðustu leiktíð. Með Wakunaga leika þónokkrir Japanir sem leikið hafa hér á landi, bæði með Val, Gróttu og Herði frá Ísafirði.

Handkastið veit til þess að bæði Valur og FH eru í leit af örvhentum skyttum eftir að þeirra hægri skyttur fór út í atvinnumennsku í sumar. Þeir Ísak Gústafsson og Jóhannes Berg Andrason.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top