Stefán Magni glímir við afleiðingar höfuðhöggs
(Raggi Óla)

Stefán Magni Hjartarson (Raggi Óla)

Stefán Magni Hjartarson, hægri hornamaður Aftureldingar gat ekki gefið kost á sér í verkefni U19 ára landsliðsins sem leikur um þessar mundir á Opna Evrópumótinu í Gautaborg. Leikur liðið til úrslita á mótinu í kvöld gegn Spánverjum í Scandinavium höllinni.

Stefán Magni glímir enn við afleiðingar höfuðhöggs sem hann varð fyrir á síðustu leiktíð. Það er handbolti.is sem greinir frá.

Þar segir að Stefán Magni hafi fengið þungt höfuðhögg í næst síðustu viðureign Aftureldingar og Vals í undanúrslitum úrslitakeppni Olísdeildar í vor. Stefán Magni fékk heilahristing við höggið og sagði við handbolta.is á dögunum að hann ætti engar minningar frá leiknum.

,,Engu að síður hefur Stefán Magni ekki gefið upp vonina um að komast með U19 ára landsliðinu á heimsmeistaramótið sem hefst í Kaíró í Egyptalandi eftir mánuð. Stefán Magni hefur verið fastamaður í yngri landsliðum undanfarin sumur enda einn af efnilegri hægri hornamönnum landsins," segir í umfjöllun Handbolta.is.

Stefán Magni skoraði 60 mörk í 29 leikjum Aftureldingar á síðustu leiktíð en Afturelding féll úr leik í undanúrslitaeinvígi gegn Val um Íslandsmeistaratitilinn í oddaleik.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top