Þjálfarabreytingar í Krikanum
(Eyjólfur Garðarsson)

Sigurjón Friðbjörn Björnsson (Eyjólfur Garðarsson)

Sigurjón Friðbjörn Björnsson sem hætti sem þjálfari kvennaliðs Gróttu í um mitt síðasta tímabil verður nýr aðstoðarþjálfari kvennaliðs FH. Þetta staðfesti Árni Stefán Guðjónsson þjálfari FH í samtali við Handkastið.

Sigurjón Friðbjörn tekur við sem aðstoðarþjálfari af Birni Inga Jónssyni sem hefur verið aðstoðarmaður Árna Stefáns síðustu tvö tímabil. Mun Björn Ingi fara í önnur þjálfarastörf innan FH á næsta tímabili.

Sigurjón Friðbjörn þjálfaði síðast kvennalið Gróttu og kom þeim upp í Olís-deildinni fyrir síðasta tímabil. Hann hætti hinsvegar með liðið í byrjun nóvember. Hann tók að sér starf innan handknattleiksdeildar FH í kjölfarið og er nú orðinn aðstoðarþjálfari kvennaliðs FH í Grill66-deildinni.

FH endaði í 7.sæti Grill66-deildarinnar í fyrra en 10 lið voru í deildinni. Ef endaði með 13 stig og komst ekki í umspilið um sæti í Olís-deildinni.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top