Hörður kynnir nýjan þjálfara til leiks
(Eyjólfur Garðarsson)

Hörður Ísafjörður ((Eyjólfur Garðarsson)

Handknattleiksdeild Harðar á Ísafirði hafa kynnt nýjan þjálfara meistaraflokks karla hjá félaginu Portúgalann, Pedro Nunes og hefur hann verið ráðinn til þriggja ára. Handkastið greindi frá ráðningu í síðustu viku.

Pedro er 37 ára gamall, menntaður með B.Sc. gráðu í hugbúnaðarverkfræði og að auki með EHF Mastercoach leyfi, hann hefur þjálfað í bæði neðri og efstu deildum í Portúgal og á Englandi hefur hann þjálfað félagslið og einnig yngri landslið Englands.

,,Við erum stolt af því að kynna portúgalska meistaraþjálfarann Pedro Nunes sem nýjan aðalþjálfara meistaraflokks karla til næstu þriggja ára og bjóðum hann hjartanlega velkominn til Ísafjarðar," kemur fram í tilkynningu á Facebook síðu félagsins

Með fram meistaraflokksþjálfun Harðar mun Pedro að auki standa að yngri flokka þjálfun hjá félaginu.

Ljóst er að mikið af breytingum eru framundan hjá Herði. Lykilleikmenn eru að yfirgefa félagið t.d. Jonas Maier, Kenya Kasahara og Ólafur Brim Stefánsson en á móti kemur eru væntanlegir nýjir leikmenn að koma og verða kynntir til leiks á næstu dögum.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top