KA leitar af styrkingu. ((Egill Bjarni Friðjónsson)
KA vonast til að geta kynnt nýjan leikmann til félagsins á næstu dögum. Þetta herma heimildir Handkastsins. Um er að ræða erlenda örvhenta skyttu sem KA hefur verið í viðræðum við síðustu daga. Á sá leikmaður að fylla það skarð sem Einar Rafn Eiðsson skilur eftir sig en Einar Rafn er nýbúinn í mjaðma aðgerð og verður frá í tæplega hálft ár. Eins er Einar samningslaus KA eftir að samningur hans við félagið rann út fyrr í sumar. Ekki er víst hvort að Einar Rafni verði áfram leikmaður KA en samningaviðræður milli Einars og KA stóðu yfir fyrr í sumar en ekkert hefur heyrst í langan tíma hvernig þær viðræður gengu. Þetta yrði þá annar erlendi örvhenti leikmaðurinn sem KA fær til sín í sumar því áður var búið að tilkynna norskan leikmann að nafni, Morten Boe Linder sem kemur til KA frá norska félaginu Fjellhammer. Þrír erlendir leikmenn hafa yfirgefið KA í sumar, um er að ræða markvörðinn Nicolai Kristensen, hægri hornamanninn Ott Varik og örvhentu skyttuna Marcus Rattel. Með tilkomu tveggja nýrra erlenda leikmanna hafa þeir því fyllt upp í skörð útileikmannana. Það verður áhugavert að fylgjast með þróun mála og hvort KA nái að landa þeim leikmanni sem þeir telja sig vera langt komna með. KA endaði í 9.sæti Olís-deildarinnar á síðustu leiktíð en nýr þjálfari er í brúnni, Andri Snær Stefánsson og það á greinilega að styrkja liðið fyrir komandi tímabil en KA seldi Dag Árna Heimisson til Vals á metfé fyrr í sumar.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.