Tjörvi Týr farinn frá Bergischer
(Egill Bjarni Friðjónsson)

Hvar spilar Tjörvi á næsta tímabili? ((Egill Bjarni Friðjónsson)

Línumaðurinn, Tjörvi Týr Gíslason leikur ekki með Bergischer HC á komandi leiktíð í þýsku úrvalsdeildinni. Það er Handbolti.is sem greinir frá.

Vefsíðan Handball-World.news er að taka saman leikmannahópa hjá öllum liðum í þýsku úrvalsdeildinni og í dag var tekinn fyrir leikmannahópur Bergischer. Þar kemur fram að Arnór Viðarsson er farinn til baka til Frederice í Danmörku en hann gekk í raðir Bergischer á láni á miðju síðasta tímabili.

Það sem hinsvegar kemur á óvart er að Tjörvi Týr sé einnig farinn frá Bergischer en Tjörvi gekk í raðir félagsins frá Val síðasta sumar og var því búinn að leika með félaginu eitt tímabil. Handbolti.is segir frá því að hann hafi leikið töluvert með félaginu fyrri hluta þess en heldur dregið úr þátttöku hans þegar leið á tímabilið.

Arnór Þór Gunnarsson er þjálfari Bergischer en félagið hefur sótt hollenska línumanninn, Lars Kooij frá stórliði Vardar í Norður-Makedóníu.

Tjörvi Týr er í fríi á Íslandi um þessar mundir en hvorki hefur náðst í leikmanninn né Arnór Þór þjálfara Bergischer við vinnslu fréttarinnar.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top