Ágúst Birgisson ((Kristinn Steinn Traustason)
Sögusagnir gengu manna á milli á síðasta tímabili að þetta yrði síðasta tímabil Ágústar Birgissonar leikmanns FH. FH féll út í undanúrslitum gegn Fram um Íslandsmeistaratitilin 3-1. Handkastið hafði samband við Ágúst Birgisson og spurði hann út í þær sögusagnir um að þetta hafi verið hans síðasti leikur á ferlinum. ,,Það passar. Eins og staðan er núna, þá já þá er ég hættur. Ég á samt alveg eftir að taka stöðuna aftur í september. Ég tel þó allar líkur á því að ég sé hættur. Það má alveg segja að skórnir eru komnir til hliðar," sagði Ágúst í samtali við Handkastið. Ágúst hefur leikið með FH síðustu sjö og hálft tímabil eða frá janúar árið 2016 er hann gekk í raðir FH á miðju tímabili frá Aftureldingu. Hann varð Íslandsmeistari með FH tímabilið 2023/2024. Það hefur verið til umræðu oftar en einu sinni að Ágúst íhugi að leggja skóna á hilluna. Ættu FH-ingar að gera ráð fyrir þér mættan til leiks í 1.umferð á næsta tímabili? ,,Hver veit hvað gerist í 1.umferðinni, eins og staðan er núna þá skulum við segja að ég mun færa mig af velli yfir í stúku. Skórnir eru komnir til hliðar." ,,Ég hef stundað handbolta frá því ég var 17 ára og búinn að fórna miklu frá þeim tíma í handboltann. Ég er búinn að vinna og gera nánast allt sem íslenskur handbolti býður uppá. Svo ég tel þetta vera góður tími að setja skóna til hliðar," sagði Ágúst í samtali við Handkastið aðspurður að því afhverju hann hyggist leggja skóna á hilluna. ,,Það er ótrúlega erfitt að velja eitthvað eitt en fyrir mér var það að fá að vera fyrirliði FH og vinna deildarmeistaratitilinn. Á sama tíma var tilfinningin að verða Íslandsmeistarar ómetanleg. Það má síðan ekki gleyma öllum Evrópuferðunum og leikjunum, það var einstök upplifun," sagði Gústi er hann var beðinn um að nefna hápunktana á ferlinum. ,,Ef þetta er endirinn ferlinum þá vil nýta tækifærið og þakka öllum FH-ingum fyrir stuðninginn og frábæran tíma á mínum ferli. Einnig langar mér að þakka öllum mínum liðsfélögum og þjálfurum fyrir frábæran tíma. Það er magnaður hópur sem stendur á bakvið FH þar má nefna sjálfboðaliða eins og Tryggva, Valla, Siggi bakara, Hilla, Óla og fleiri en sérstakar þakkir til ykkar þið eruð ómetanleg. Að lokum vil ég þakka konunni minni, Völlu systir og Braga. Stemningin í stúkunni er framúrskarandi og ég get ekki beðið efir að fá að verða partur af henni með ykkur, takk fyrir mig kæru FH-ingar," sagði Ágúst Birgisson að lokum.Þakkar fyrir sig ef þetta er endirinn
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.