Egill Magg spilar ekkert með Stjörnunni í vetur
Sævar Jónsson

Egill Magg spilar sennilega ekkert í vetur. (Sævar Jónsson

Vinstri skytta Stjörnunnar í Olís-deild karla, Egill Magnússon gerir ekki ráð fyrir að leika með liðinu á tímabilinu sem framundan er. Egill gekkst undir stóra aðgerð á hægri hendi fyrr í sumar og gert er ráð fyrir að endurhæfingin taki allt upp í ár. Þetta staðfesti Egill sjálfur, í samtali við Handkastið.

Egill hefur verið að glíma við meiðsli undanfarin tímabil lék einungis 14 leiki með Stjörnunni á síðasta tímabili og skoraði 20 mörk fyrir þá í deild, bikar og úrslitakeppninni.

,,Ég er búinn að vera mjög slæmur í olnboganum í 18 mánuði svo kom loksins í ljós að ég væri með slitið liðband sem hafði tekið smá bút úr beininu með. Ég fór í aðgerð þar sem þurfti að taka sin úr framhandleggnum á mér og binda þetta saman og fjarlægja þessa tvo litlu beinbúta sem slitnuðu frá með og vildu ekki gróa aftur rétt við. Læknirinn kallaði þetta bara krossbandsaðgerð í olnboga og sagði að ég yrði frá í 9-12 mánuði," sagði Egill í samtali við Handkastið.

Egill sem er 29 ára uppalinn í Garðabæ gekk til liðs við Stjörnuna frá FH fyrir tímabilið 2023/2024. Samningur hans við Stjörnuna rann út í sumar.

Handkastið sagði frá því í síðustu viku að Stjarnan væri búið að fá til sín ungverska leikstjórnandann, Rea Barnabas frá Pick Szeged.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top