Gunnar Steinn Jónsson ((Fjölnir.is)
Handknattleiksþjálfarinn Gunnar Steinn Jónsson hætti með karlalið Fjölnis fyrr í sumar eftir eftir að hafa stýrt liðinu eitt tímabil. Gunnar er að flytja erlendis með fjölskyldu sína. Nánar tiltekið til Stokkhólms í Svíþjóð. Áætlað er að hann ásamt fjölskyldu sinni flytji í byrjun ágúst.
Gunnar þekkir vel til í Svíþjóð en hann bjó þar í fimm ár á árum áður þar sem henn lék í þrjú ár með HK Drott og tvö ár með IFK Kristianstad.
Þónokkuð fararsnið var á Gunnari á árum áður en hann lék samtals tólf ár erlendis og það í fjórum löndum. En 2021 fluttist hann aftur til Íslands. Koma því þessir búferlaflutningar síðuritara eilítið á óvart.
Þegar Gunnar var inntur eftir því hvað kæmi til og hvað stæði til í Svíaríki svaraði hann svo:
„Við fjölskyldan vorum eiginlega bara í leit að hægara tempói en hér heima. Þetta er ekkert handboltatengt. Aðallega vinnutengt og öðlast meiri tíma með fjölskyldunni. Það er tilhlökkun í okkur að flytja aftur út."
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.