Grótta fær Hörð í heimsókn í 1.umferð. ((Eyjólfur Garðarsson)
Eins og Handkastið greindi frá í síðustu viku hefur liðum í Grill66-deild karla fjölgað úr níu í tólf. Það verða því tólf félög sem taka þátt í deildinni á næsta tímabili. Þrjú lið koma ný inn í Grill66-deildina úr 2. deildinni, ÍH, Stjarnan 2 og Selfoss 2 en Fjölnir og Grótta koma inn í deildina eftir að hafa fallið úr Olís-deildinni. Leikjafyrirkomulag fyrir deildina var gefið út af HSÍ í morgun og segja má að deildin fari af stað með látum því stórleikur verður í 1.umferðinni þegar Grótta tekur á móti Herði. 1.umferðin er sett á laugardaginn 6.september. Allir leikir í deildinni eru skráðir á laugardaga en gera má ráð fyrir því að á næstu dögum og vikum verði leikdögunum breytt eftir þörfum hvers félags fyrir sig. 1.umferð: 2.umferð:
ÍH - Fram 2
Fjölnir - Selfoss 2
Valur 2 - Víkingur
Haukar 2 - Stjarnan 2
Grótta - Hörður
Valur 2 - Haukar 2
HK 2 - Grótta
Víkingur - Fjölnir
Selfoss 2 - HBH
Hörður - ÍH
Stjarnan 2 - Fram 2
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.