Þorsteinn Gauti Hjálmarsson (Kristinn Steinn Traustason)
Framarinn Þorsteinn Gauti Hjálmarsson hefur samið við Sandefjord í norsku úrvalsdeildinni. Hann mun því kveðja Fram eftir að hafa verið lykilleikmaður liðsins undanfarin ár. Þorsteinn Gauti staldraði við í tvö ár í Aftureldingu áður en hann snéri til baka í Fram. Sandefjord vann 1.deildina í vor og er því komið aftur í úrvalsdeildina, REMA 1000-ligaen. Hjá Sandefjord hittir Þorsteinn Gauti fyrrum FH markvörðinni Phil Döhler sem skipti yfir í Sandefjord í sumar frá Karskrona. Framarar hafa því misst þrjá sterka leikmenn frá Íslands- og bikarmeistaraliði sínu en hinir tveir eru Reynir Þór Stefánsson sem fór í Melsungen í Þýskalandi og Tryggvi Garðar Jónsson sem fór í Alpla Hard í Austurríki. Að auki er fyrirliði liðsins, Magnús Öder Einarsson samningslaus og íhugar framhaldið.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.