Þorsteinn Gauti í Sandefjord
(Kristinn Steinn Traustason)

Þorsteinn Gauti Hjálmarsson (Kristinn Steinn Traustason)

Framarinn Þorsteinn Gauti Hjálmarsson hefur samið við Sandefjord í norsku úrvalsdeildinni. Hann mun því kveðja Fram eftir að hafa verið lykilleikmaður liðsins undanfarin ár. Þorsteinn Gauti staldraði við í tvö ár í Aftureldingu áður en hann snéri til baka í Fram.

Sandefjord vann 1.deildina í vor og er því komið aftur í úrvalsdeildina, REMA 1000-ligaen. Hjá Sandefjord hittir Þorsteinn Gauti fyrrum FH markvörðinni Phil Döhler sem skipti yfir í Sandefjord í sumar frá Karskrona.

Framarar hafa því misst þrjá sterka leikmenn frá Íslands- og bikarmeistaraliði sínu en hinir tveir eru Reynir Þór Stefánsson sem fór í Melsungen í Þýskalandi og Tryggvi Garðar Jónsson sem fór í Alpla Hard í Austurríki.

Að auki er fyrirliði liðsins, Magnús Öder Einarsson samningslaus og íhugar framhaldið.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top