Magnús Dagur glímir við þrálát meiðsli
(Egill Bjarni Friðjónsson)

Magnús Dagur Jónatansson (Egill Bjarni Friðjónsson)

Magnús Dagur Jónatansson ungur og efnilegur leikmaður KA í Olís-deildinni hefur verið að glíma við þrálát meiðsli undanfarna mánuði. Þetta staðfesti Andri Snær Stefánsson nýráðinn þjálfari KA í samtali við Handkastið.

Magnús Dagur gaf því ekki kost á sér í landsliðsverkefni sumarsins með U19 ára landsliðinu en hann hefur verið að glíma við verk í olnboga frá því í nóvember á síðasta ári.

,,Þetta er helvíti þrálátt en hann er búinn að vera í þéttu prógrammi og stefnir á að fara á fullt í ágúst," sagði Andri Snær í samtali við Handkastið.

Þrátt fyrir að hafa verið að glíma við þessi meiðsli á olnboga frá því í nóvember lék Magnús þó mest megnis af öllum leikjum KA á síðasta tímabili. Í heildina lék hann 18 leiki og skoraði sjö mörk.

KA endaði í 9.sæti Olís-deildarinnar á síðustu leiktíð en miklar breytingar hafa orðið á KA liðinu frá síðasta tímabili auk þess sem þjálfarabreytingar hafa orðið á liðinu.

KA hefur verið virkt á félagaskiptamarkaðnum í sumar. Í gær samdi liðið við georgískan landsliðsmann. Alls hafa fimm nýir leikmenn gengið í raðir KA en á sama tíma hafa þeir misst fjölmarga leikmenn frá síðasta tímabili. Það verður því breytt KA lið sem mætir til leiks í Olís-deildinni á næstu leiktíð.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top