Aron hefur engan áhuga á þjálfun í Evrópu
(Raggi Óla)

Aron Pálmarsson (Raggi Óla)

Aron Pálmarsson fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður lagði handboltaskóna á hilluna eftir síðasta tímabil, er hann lék með Veszprem í Ungverjalandi eftir að hafa byrjað tímabilið með FH í Olís-deildinni.

Aron var gestur strákana í hlaðvarpsþættinum Chess after dark á dögunum þar sem farið var víða í þættinum sem var tæplega þrír klukkutímar að lengd.

Þar var Aron spurður út í það hvort hann hefði velt því fyrir sér að taka að sér þjálfun liðs í Evrópu á háu leveli og hvernig leiðin væri fyrir leikmenn sem væru hættir að spila að fara út í þjálfun. Nefndu þeir til að mynda Filip Jicha þjálfara Kiel.

Aron var fljótur að bæta við nafni Guðjóns Vals í umræðuna.

,,Við horfum á Guðjón Val, hann tekur við Gummersbach í 2.deildinni í Þýskalandi, risa félag í Þýskalandi og kemur þeim upp. Hann hefur gert frábæra hluti. Öll topp félögin í Þýskalandi eru með hann á radarnum. Þegar samningur hans við Gummersbach lýkur þá get ég lofað ykkur því að hann fær símtal," sagði Aron.

,,Það er mjög stutt leið fyrir leikmann að fara þjálfa topp lið erlendis," sagði Aron en sneri sér síðan að spurningunni sem hann var spurður að, hvort hann hefði áhuga á slíku?

,,En ég hef engan áhuga á því."

Þáttinn við Aron má hlusta á hér að neðan.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top