Auðvitað viljum við halda Kára Kristjáni
(Sævar Jónsson)

Kári Kristján Kristjánsson (Sævar Jónsson)

Mikið hefur verið rætt um stöðuna á fyrrum landsliðsmanninum og leikmanni ÍBV, Kára Kristjáni Kristjánssyni sem er samningslaus ÍBV. Kári var í viðtali við Handkastið um síðustu helgi þar sem hann taldi framtíð sína hjá ÍBV í óvissu.

Handkastið hafði samband við Þorlák Sigurjónsson framkvæmdastjóra ÍBV sem var staddur erlendis í fjölskyldufríi en gaf sér tíma til að ræða þetta mál. Þar segir Þorlákur enga spurningu vera um það að ÍBV vilji halda Kára innan sinna raða.

,,Auðvitað viljum við halda Kára hjá okkur. Kári Kristján er besti línumaður deildarinnar og það væri algjör synd að sjá eftir honum og hvað þá ef hann færi í annað lið. Það myndi veikja liðið að missa Kára," sagði Þorlákur Sigurjónsson framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar ÍBV í samtali við Handkastið sem segir að málið snúist ekkert persónulega um Kára Kristján sem leikmann eða persónu.

,,Þetta snýst ekkert endilega um Kára, það eru fleiri leikmenn sem við hefðum viljað vera búnir að semja við. Aðalstjórn ÍBV hefur sett ákveðin skilyrði sem við þurfum að klára áður en við getum samið við þá leikmenn sem við viljum semja við." En leikmenn á borð við Gabríel Martinez, Ísak Rafnsson og Nökkvi Snær Óðinsson eru allir samningslausir ÍBV.

,,Þetta mál strandar því beint og óbeint hjá aðalstjórn ÍBV eins og Kári Kristján nefnir," sagði Þorlákur sem sagðist ekki geta sagt til um það hvort hann sé vongóður eður ei varðandi þetta mál.

,,Ég vona bara það svo innilega að við náum að klára þessi mál og að Kári spili með okkur á næsta tímabili," sagði Þorlákur að lokum í samtali við Handkastið.

Slæmar fréttir bárust úr herbúðum ÍBV í morgun, þegar Handkastið greindi frá því að varnarmaðurinn og unglingalandsliðsmaðurinn, Jason Stefánsson hafi slitið krossband.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top