Stjarnan verður í pottinum í dag. Sævar Jónsson
Tvö íslensk lið verða í pottinum í fyrramálið þegar dregið verður í forkeppni Evrópudeildarinnar í höfuðstöðvum EHF í Vín í Austurríki. Í forkeppni Evrópudeildar karla verður Stjarnan í pottinum og kvennalið Vals verður einnig í pottinum kvennamegin. Stjarnan verður í efri styrkleikaflokki. Íslands- og bikarmeistarar Fram verða í pottinum þegar dregið verður í riðlakeppnina 18.júlí, næstkomandi ásamt mörgum af betri liðum Evrópu. Ríkjandi Evrópubikarmeistarar og Íslandsmeistarar Vals fara í 1.umferð forkeppni Evrópudeildarinnar en vinna þarf tvö einvígi í forkeppninni til að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Valur er eina íslenska kvennaliðið sem er skráð í Evrópudeildina á komandi tímabili en 37 lið eru skráð í keppnina. Einungis fjögur lið eru nú þegar gulltryggð í riðlakeppnina. Það eru meistarar síðasta árs Thuringer frá Þýskalandi, Nyköbing frá Danmörku, Sola frá Noregi og Corona Brasov frá Rúmeníu. Leikið er heima og að heiman en fyrri leikurinn í forkeppninni hjá strákunum fer fram 30. - 31.ágúst og síðari leikurinn 6. – 7.september nema liðin komi sér saman um annað. Sigurvegarar úr þessum leikjum komast í Evrópudeildina sem verður leikin 14.október – 2.desember. Stefnt er að því að drátturinn byrji klukkan 9:00 á íslenskum tíma í fyrramálið. Liðin sem Stjarnan gæti mætt í forkeppninni: HC Kriens-Luzern / Sviss 18 lið taka þátt í 1.umferð forkeppninnar hjá konunum en þar er Valur í neðri styrkleikaflokki. Liðin sem Valur gæti mætt í 1.umferð forkeppninnar: Skara HF (Svíþjóð) (Aldís Ásta Heimisdóttir leikur með Skara) Leikirnir fara fram 27.-28. september og 4.-5. október hjá konunum. Drátturinn verður streymt á Youtube-síðu EHF:
HF Karlskrona / Svíþjóð (Ólafur Guðmundsson leikur með Karlskrona)
MRK Dugo Solo / Króatía
Saint-Raphael Var Handball / Frakkland
Idrudek Bidasoa Irun / Spánn
SAH – Skanderborg / Danmörk
MRK Cakovec / Króatía
IK Sävehof / Svíþjóð (Birgir Steinn Jónsson leikur með Savehof)
CS Minaur Baia Mare / Rúmenía
HC Alkaloid / N-Makedónía (Úlfar Páll Monsi Þórðarson er í viðræðum við Alkaloid)
Elverum Håndball / Noregur (Tryggvi Þórisson leikur með Elverum)
LC Brühl Handball (Sviss)
DHK Baník Most (Tékkland)
ŽRK Crvena Zvezda (Serbía)
Armada Praxis Yalikavakspor SK (Tyrkland)
Hypo Niederösterreich (Austurríki)
Sport Lisboa e Benfica (Portúgal)
O.F.N. Ionias (Grikkland)
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.