Dregið í forkeppni Evrópudeildarinnar í fyrramálið
Sævar Jónsson

Stjarnan verður í pottinum í dag. Sævar Jónsson

Tvö íslensk lið verða í pottinum í fyrramálið þegar dregið verður í forkeppni Evrópudeildarinnar í höfuðstöðvum EHF í Vín í Austurríki. Í forkeppni Evrópudeildar karla verður Stjarnan í pottinum og kvennalið Vals verður einnig í pottinum kvennamegin.

Stjarnan verður í efri styrkleikaflokki. Íslands- og bikarmeistarar Fram verða í pottinum þegar dregið verður í riðlakeppnina 18.júlí, næstkomandi ásamt mörgum af betri liðum Evrópu.

Ríkjandi Evrópubikarmeistarar og Íslandsmeistarar Vals fara í 1.umferð forkeppni Evrópudeildarinnar en vinna þarf tvö einvígi í forkeppninni til að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Valur er eina íslenska kvennaliðið sem er skráð í Evrópudeildina á komandi tímabili en 37 lið eru skráð í keppnina. Einungis fjögur lið eru nú þegar gulltryggð í riðlakeppnina. Það eru meistarar síðasta árs Thuringer frá Þýskalandi, Nyköbing frá Danmörku, Sola frá Noregi og Corona Brasov frá Rúmeníu.

Leikið er heima og að heiman en fyrri leikurinn í forkeppninni hjá strákunum fer fram 30. - 31.ágúst og síðari leikurinn 6. – 7.september nema liðin komi sér saman um annað. Sigurvegarar úr þessum leikjum komast í Evrópudeildina sem verður leikin 14.október – 2.desember.

Stefnt er að því að drátturinn byrji klukkan 9:00 á íslenskum tíma í fyrramálið.

Liðin sem Stjarnan gæti mætt í forkeppninni:

HC Kriens-Luzern / Sviss
HF Karlskrona / Svíþjóð (Ólafur Guðmundsson leikur með Karlskrona)
MRK Dugo Solo / Króatía
Saint-Raphael Var Handball / Frakkland
Idrudek Bidasoa Irun / Spánn
SAH – Skanderborg / Danmörk
MRK Cakovec / Króatía
IK Sävehof / Svíþjóð (Birgir Steinn Jónsson leikur með Savehof)
CS Minaur Baia Mare / Rúmenía
HC Alkaloid / N-Makedónía (Úlfar Páll Monsi Þórðarson er í viðræðum við Alkaloid)
Elverum Håndball / Noregur (Tryggvi Þórisson leikur með Elverum)

18 lið taka þátt í 1.umferð forkeppninnar hjá konunum en þar er Valur í neðri styrkleikaflokki.

Liðin sem Valur gæti mætt í 1.umferð forkeppninnar:

Skara HF (Svíþjóð) (Aldís Ásta Heimisdóttir leikur með Skara)
LC Brühl Handball (Sviss)
DHK Baník Most (Tékkland)
ŽRK Crvena Zvezda (Serbía)
Armada Praxis Yalikavakspor SK (Tyrkland)
Hypo Niederösterreich (Austurríki)
Sport Lisboa e Benfica (Portúgal)
O.F.N. Ionias (Grikkland)

Leikirnir fara fram 27.-28. september og 4.-5. október hjá konunum.

Drátturinn verður streymt á Youtube-síðu EHF:

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top