Dregið í fyrstu umferðir Evrópubikarsins í fyrramálið
(Sigurður Ástgeirsson)

Selfoss verður í pottinum í dag. (Sigurður Ástgeirsson)

Tvö íslensk lið verða í pottinum í fyrramálið þegar dregið verður í fyrstu umferðir Evrópubikars karla og kvenna í höfuðstöðvum EHF í Vín í Austurríki. Drátturinn hefst klukkan 9:00 á íslenskum tíma.

Deildarmeistarar FH í karlaflokki situr hjá í 1.umferðinni en dregið verður í fyrstu tvær umferðir keppninnar í dag. Ljós er að FH verður í efri styrkleikaflokki í 2.umferðinni en 64 lið taka þátt í 2.umferðinni. Sú umferð fer fram helgarnar 10.-11. október og 18.-19. október.

Bikarmeistarar Hauka í kvennaflokki situr einnig hjá í 1.umferðinni en Selfoss verður í pottinum þegar dregið verður í 1.umferðina. Ólíkt körlunum verður ekki dregið í 2.umferðina hjá konunum í dag.

Selfoss er í efri styrkleikaflokki í drættinum í dag en 25 félög eru í neðri hlutanum sem Selfoss getur mætt.

1.umferðin í Evrópubikar kvenna verður leikin 27.-28. september og 4.-5. október.

Drátturinn verður streymt á Youtube síðu EHF:

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top