ihor kopyshynskyi (Raggi Óla)
Ihor Kopyshynskyi sem leikið hefur með Aftureldingu undanfarin ár er orðinn íslenskur ríkisborgari. Það var allsherjar- og menntamálanefnd sem lagði til við löggjafarþingið að veita Ihor íslenskan ríkisborgararétt. Alþingi mun síðan samþykkja þær tillögur síðar í dag áður en Alþingi fer í sumarfrí. Ihor hefur verið einn besti vinstri hornamaður Olísdeildarinnar undanfarin ár. Núna í vetur lauk hann keppni með 137 mörk í Olísdeildinni. Hann kom fyrst til landsins árið 2016 og lék með Akureyri handboltafélagi. Í millitíðinni hefur hann einnig leikið með Þór Akureyri og Haukum. Frammistaða Ihors undanfarin misseri og ár samhliða því að hann er orðinn íslenskur ríkisborgari hlýtur að vekja upp þær spurningar hvort Ihor sé tiltækur fyrir íslenska landsliðið. Það mun því vera aukinn hausverkur fyrir Snorra Stein Guðjónsson landsliðsþjálfara þegar hann velur næstu landsliðshópa.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.