Ásbjörn hættir sem aðstoðarþjálfari FH
(Kristinn Steinn Traustason)

Ásbjörn er hættur sem leikmaður og þjálfari. ((Kristinn Steinn Traustason)

Ásbjörn Friðriksson sem leikið hefur með FH sem spilandi aðstoðarþjálfari síðustu tímabil hefur lagt skóna í hilluna. Handkastið greindi frá því á dögunum.

Ásbjörn var í viðtali við Vísi í dag þar sem hann tilkynnti að hann sé einnig hættur sem aðstoðarþjálfari liðsins.

,,Ágætis tímapunktur að fara út úr því núna. Maður þarf líka að geta átt seinnipart heima með fjölskyldunni, sem verða aðeins fleiri þegar maður fer út úr þessu. Þannig að það er fullt af hlutum sem tosa í þá átt, að taka sér smá pásu frá því líka," sagði Ásbjörn í samtali við Vísi.

Einar Andri Einarsson sem hefur verið í þjálfarateymi FH að undanförnu tekur við sem aðstoðarþjálfari FH en þetta staðfesti hann í samtali við Handkastið.

Miklar breytingar hafa orðið á liði FH frá síðasta tímabili en í gær var Birkir Benediktsson orðaður við félagið.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top