Hrannar Ingi Jóhannsson ((Egill Bjarni Friðjónsson)
Hrannar Ingi Jóhannsson sem leikið hefur með ÍR undanfarin ár er samningslaus félaginu. Hann gæti verið á förum frá félaginu en hann er í viðræðum við nýliða Þórs frá Akureyri samkvæmt heimildum Handkastsins. Hrannar Ingi er þessa dagana á reynslu fyrir norðan þar sem hann æfir með Þór áður en ákvörðun verður tekin með framhaldið. Þórsarar hafa verið rólegir á leikmannamarkaðnum eftir að þeir tryggðu sér sæti í Olís-deildinni eftir sigur í Grill66-deildinni á síðustu leiktíð. Hrannar skoraði 45 mörk í 18 leikjum með ÍR í Olís-deildinni á síðustu leiktíð en hann var að ljúka sínu fimmta tímabili með ÍR.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.