Stjarnan fer til Rúmeníu. (Sævar Jónsson
Dregið var í forkeppni Evrópudeildar karla í höfuðstöðvum EHF í Vín í dag. Í pottinum var eitt íslenskt félag, Stjarnan en Íslands- og bikarmeistarar Fram hafa nú þegar tryggt sér sæti í riðlakeppni deildarinnar. Dregið verður í riðlakeppnina 18.júlí. Stjarnan dróst gegn rúmenska liðinu, Baia Mare og fer fyrri leikurinn fram í Rúmeníu. Fer fyrri leikurinn fram helgina 30. - 31.ágúst og síðari leikurinn 6. – 7.september í Garðabænum. Sigurvegarar úr þessum leikjum komast í Evrópudeildina sem verður leikin 14.október – 2.desember. Stjarnan var í efri styrkleikaflokki í drættinum í dag. Baia Mare lenti í 4.sæti í rúmensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og endaði í 3.sæti í bikarkeppni landsins. Hefur liðið verið við toppinn í Rúmeníu undanfarin ár en tímabilin 2021/2022 og 2022/2023 endaði liðið í 2.sæti í deildinni og tímabilið 2023/2024 endaði liðið í 3.sæti. Baia Mare hefur farið langt í Evrópubikarrnum tvö ár í röð og tapað í bæði skiptin gegn sigurvegurum keppninnar, fyrst gegn Val í undanúrslitum tímabilið 2023/2024 og nú síðast gegn Alkaloid frá Norður-Makedóníu í 8-liða úrslitum.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.