Laufey Helga er í hópnum. ((Baldur Þorgilsson)
ÍSÍ hefur tilkynnt það íþróttafólk sem fer fyrir hönd Íslands á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Skopje í Norður-Makedóníu dagana 20.-26.júlí. U17 ára landslið karla og kvenna tekur þátt í mótinu en liðin ferðast til Norður-Makedóníu á morgun. Átta þjóðir taka þátt á mótinu og spilað er í tveimur fjögurra liða riðlum. Það vekur athygli að Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska landsliðsins er skráður þjálfari hjá U17 ára karla landsliðsins á mótinu en sonur hans, Bjarki Snorrason leikur með liðinu. Á sama tíma er Díana Guðjónsdóttir þjálfari U17 ára landsliðs kvenna en dóttir hennar, Ebba Gurrý Ægisdóttir er í því liði. Er þetta ekki einsdæmi í sögu HSÍ að foreldrar þjálfi börnin sín í yngri landsliðum Íslands. Eins vekur það athygli á meðan Díana Guðjónsdóttir er eini skráði þjálfarinn á kvennaliðinu að þá eru þrír þjálfarar skráðir á karlaliðið því auk Snorra Steins er Ásgeir Örn Hallgrímsson og Andri Sigfússon skráðir þjálfarar liðsins. U17 ára drengjaliðið er í riðli með Spáni, Norður-Makedóníu og Króatíu á meðan stelpurnar eru með Noregi, Norður-Makedóníu og Sviss í riðli. Hefst mótið á mánudaginn næstkomandi en strákarnir hefja leik gegn Spáni á meðan stelpurnar leika gegn Norður-Makedóníu. Stúlkurnar fara rakleitt eftir keppnina í Skopje yfir til Podgorica í Svartfjallalandi þar sem Evrópumót 17 ára landsliða hefst 30. júlí. Arna Sif Jónsdóttir, Val, bætist þá í hópinn. U17 ára landsliðshópur kvenna: Þjálfari: Díana Guðjónsdóttir. U17 ára landsliðshópur karla: Þjálfari: Ásgeir Örn Hallgrímsson
Agnes Lilja Styrmisdóttir, ÍBV
Alba Mist Gunnarsdóttir, Valur
Danijela Sara Björnsdóttir, HK
Ebba Guðríður Ægisdóttir, Haukar
Erla Rut Viktorsdóttir, Haukar
Eva Lind Tyrfingsdóttir, Selfoss
Eva Steinsen Jónsdóttir, Valur
Guðrún Ólafía Marinósdóttir, FH
Hekla Halldórsdóttir, HK
Klara Káradóttir, ÍBV
Laufey Helga Óskarsdóttir, Valur
Roksana Jaros, Haukar
Tinna Ósk Gunnarsdóttir, HK
Valgerður Elín Snorradóttir, Víkingur
Vigdís Arna Hjartardóttir, Stjarnan
Alex Unnar Hallgrímsson, Fram
Anton Frans Sigurðsson, ÍBV
Anton Máni Francisco Heldersson, Valur
Bjarki Snorrason, Valur
Freyr Aronsson, Haukar
Gunnar Róbertsson, Valur
Kári Steinn Guðmundsson, Valur
Kristófer Tómas Gíslason, Fram
Logi Finsson, Valur
Matthías Dagur Þorsteinsson, Stjarnan
Ómar Darri Sigurgeirsson, FH
Örn Kolur Kjartansson, Valur
Patrekur Smári Arnarsson, ÍR
Ragnar Hilmarsson, Selfossi
Sigurmundur Gísli Unnarsson, ÍBV
Þjálfari: Snorri Steinn Guðjónsson
Þjálfari/flokkstjóri: Andri Sigfússon
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.