Grétar Ari Guðjónsson ((AEK)
Markvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson hefur gengið í raðir gríska liðsins, AEK frá frá franska félaginu US Ivry. Þetta staðfesti gríska liðið á samfélagsmiðlum sínum nú rétt í þessu. Grétar Ari hefur leikið í Frakklandi frá árinu 2020 en heldur nú til Grikklands AEK sem urðu deildarmeistarar þar í landi á síðustu leiktíð en töpuðu í oddaleik um gríska meistaratitilinn gegn Olympiacos í oddaleik. Eins fór AEK í úrslitaleik Evrópubikarsins og mætti þar Alkaloid frá Norður-Makedóníu. AEK tapaði heimaleiknum með fjórum mörkum 29-25 en mætti síðan ekki til leiks í seinni leikinn. ,,AEK er ánægt að tilkynna samstarf sitt við Gretar Guðjonsson," segir í tilkynningu AEK og þar er talað um að Grétar hafi hafið ferilinn sinn með Haukum þar sem hann varð Íslandsmeistari með félaginu 2015 og 2016. Grétar Ari hefur samkvæmt heimildum Handkastsins verið lengi í viðræðum við AEK en Grétar átti eitt ár eftir af samningi sínum hjá Ivry. Í Frakklandi lék Grétar Ari með Nice, Sélestat og Ivry bæði í frönsku úrvalsdeildinni og í 1.deildinni.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.