Blær Hinriksson (Leipzig)
Blær Hinriksson hefur skrifað undir eins árs samning við þýska liðið Leipzig. Líkt og Handkastið greindi frá fyrr í vikunni fór Blær til Þýskalands til að gangast undir læknisskoðun. Allt er nú klappað og klárt og Blær hefur skrifað undir eins árs samning við þýska félagið. Blæ er eflaust ætlað að fylla skarð Andra Más Rúnarssonar sem gekk í raðir Erlangen í morgun Blær hefur leikið með Aftureldingu undanfarin ár en hann er uppalinn í HK Handkastið óskar Blæ til hamingju með þessi félagskipti og hlakkar til að fylgjast með honum í Bundesligunni í vetur.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.