Tap gegn Serbíu – Leika um 13.-16. sæti
(EHF)

U19 (EHF)

Íslensku stelpurnar í U19 ára landsliðinu töpuðu í morgun gegn Serbíu á EM í Svartfjallalandi. Þar með er ljóst að liðið leikur næst uppá að spila um 13.-16.sæti á mótinu.

Eftir erfiða byrjun þar sem Serbía komst snemma í 6-2 og svo í 12-7 voru íslensku stelpurnar að elta þær serbnesku allan leikinn. Íslenska liðið náði að minnka muninn í þrjú mörk fyrir hálfleik en þegar fyrri hálfleiknum lauk var staðan 14-11 fyrir Serbíu.

Nær komst íslenska liðið ekki og hélt Serbía 5-6 marka forystu út allan seinni hálfleikinn og uppskar að lokum fimm marka sigur, 29-24 eftir að hafa komist mest sjö mörkum yfir.

Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir og Dagmar Guðrún Pálsdóttir voru markahæstar í liði Íslands með fimm mörk hvor.

Næsti leikur liðsins fer fram á morgun gegn Noregi og hefst klukkan 10:00 á íslenskum tíma.

Mörk Íslands: 
Ásthildur Þórhallsdóttir 5, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 5, Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir 3, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 3, Guðmunda Auður Guðjónsdóttir 2, Guðrún Hekla Traustasdóttir 2, Ásrún Ingi Arnarsdóttir 2, Arna Karítas Eiríksdóttir 1, Hulda Hrönn Bragadóttir 1.

Varin skot: Elísabet Millý Elíasardóttir 6, 22,2%
(Tölfræðin er fengin af Handbolta.is)

Viðtal við Ágúst Jóhannsson þjálfara liðsins birtist hér á Handkastinu síðar í dag.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top