Tjörvi Týr Gíslason ((Egill Bjarni Friðjónsson)
Línumaðurinn, Tjörvi Týr Gíslason er félagslaus eftir að hann samningur hans við Bergischer rann út. Hann hefur nú verið sterklega orðaður við heimkomu í Val síðustu daga. Samkvæmt heimildum Handkastsins hafa Valsmenn lagt mikla vinnu í það síðustu daga að klófesta Tjörva sem er uppalinn hjá félaginu. Valur er að missa vinstri hornamanninn sinn, Úlfar Pál Monsa Þórðarson til Alkaloid í Norður-Makedóníu. Líklegt þykir að Andri Finnsson einn af línumönnum Vals færist í vinstra hornið og því vantar Val línumann. Tjörvi gekk í raðir Bergischer fyrir síðasta tímabil frá Val og var því að klára sitt fyrsta tímabil í atvinnumennsku. Samkvæmt heimildum Handkastsins hafði Tjörvi áhuga á að vera áfram erlendis en nú virðast öll vötn renna til Hlíðarenda. Á síðasta tímabili kom Þorgils Jón Svölu Baldursson annar uppalinn línumaður Vals heim eftir veru hjá Karlskrona í eitt og hálft ár.Upp Uppfært: Samkvæmt heimildum Handkastsins er Tjörvi Týr ekki á leið í Val. Hans mál ættu að skýrast um helgina.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.