Er Tjörvi Týr á heimleið?
(Egill Bjarni Friðjónsson)

Tjörvi Týr Gíslason ((Egill Bjarni Friðjónsson)

Línumaðurinn, Tjörvi Týr Gíslason er félagslaus eftir að hann samningur hans við Bergischer rann út. Hann hefur nú verið sterklega orðaður við heimkomu í Val síðustu daga.

Samkvæmt heimildum Handkastsins hafa Valsmenn lagt mikla vinnu í það síðustu daga að klófesta Tjörva sem er uppalinn hjá félaginu. Valur er að missa vinstri hornamanninn sinn, Úlfar Pál Monsa Þórðarson til Alkaloid í Norður-Makedóníu. Líklegt þykir að Andri Finnsson einn af línumönnum Vals færist í vinstra hornið og því vantar Val línumann.

Tjörvi gekk í raðir Bergischer fyrir síðasta tímabil frá Val og var því að klára sitt fyrsta tímabil í atvinnumennsku. Samkvæmt heimildum Handkastsins hafði Tjörvi áhuga á að vera áfram erlendis en nú virðast öll vötn renna til Hlíðarenda.

Á síðasta tímabili kom Þorgils Jón Svölu Baldursson annar uppalinn línumaður Vals heim eftir veru hjá Karlskrona í eitt og hálft ár.Upp

Uppfært: Samkvæmt heimildum Handkastsins er Tjörvi Týr ekki á leið í Val. Hans mál ættu að skýrast um helgina.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top