Ísak Logi Einarsson (Sævar Jónsson
Ísak Logi Einarsson leikmaður Stjörnunnar gekkst undir aðgerð á hné í sumar. Hann gerir ráð fyrir að vera klár í slaginn með Stjörnunni áður en Olís-deildin hefst á nýjan leik í byrjun september. ,,Ég var með nokkrar yfirborðsrifur í liðþófa. Það var búið að vera plaga mig allt síðasta tímabil svo ég ákvað að láta gera það við í sumar. Ég fór í speglun á hnénu 19. júní. Þar var skafað af þessu og í kringum svo þetta gæti gróið," sagði Ísak Logi og bætti við. ,,Ég myndi telja að það væri raunhæft markmið að vera klár í að spila í lok ágúst." Það bendir því allt til þess að Ísak Logi missi af fyrsta leik Stjörnunnar á tímabilinu í Meistarakeppni HSÍ þegar Stjarnan sem silfurlið Powerade-bikarsins frá síðustu leiktíð mæti Íslands- og bikarmeisturum Fram í fyrsta leik tímabilsins.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.