Hrannar Ingi Jóhannsson (Egill Bjarni Friðjónsson)
Hrannar Ingi Jóhannsson sem hefur að undanförnu æft með Þórsurum er kominn með samningstilboð í hendurnar frá félaginu. Þetta staðfesti hann í samtali við Handkastið. "Já ég er kominn með samningstilboð frá Þórsurum. Þetta er spennandi verkefni hjá þeim og nú er ég bara að hugsa málin og skoða mín mál" sagði Hrannar Ingi Jóhannsson sem hefur leikið með ÍR síðastliðin ár en er uppalinn í Laugardalnum hjá Þrótti. Áhugavert verður að sjá hvort Hrannar Ingi mun láta slag standa að flytja norður í land. Hann yrði fín viðbót í Þórs liðið og myndi hjálpa þeim í baráttunni sem nýliðar í Olís deildinni.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.