Bjartur Már samningslaus og skoðar hvað er í boði

Bjartur Már Guðmundsson (

Leikstjórnandinn lunkni Bjartur Már Guðmundsson er þessa dagana samningslaus og er að skoða hvernig landið liggur. Bjartur lék seinni hluta síðasta tímabils á láni hjá Þór í Grill66-deildinni frá Fram.

,,Eins og staðan er núna er ég einfaldlega samningslaus og er bara að skoða allt það sem er í boði með mjög opnum hug," sagði Bjartur Már í samtali við Handkastið.

Bjartur Már er fæddur árið 2000 og er uppalinn í Kópavoginum hjá HK. Einnig hefur hann leikið í Færeyjum með STÍF, Víking, Fram og Þór.

Með Þórsurum í vetur skoraði hann níu mörk í 6 leikjum. Markaskorun er þó ekki hans ær og kýr heldur góð stýring af miðjunni og stoðsendingar.

Forvitnilegt verður að sjá hjá hvaða félagi þessi lunkni leikstjórnandi endar.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top