Svavar Ingi heim í KA
(KA)

Svavar Ingi Sigmundsson ((KA)

Handboltalið KA heldur áfram að undirbúa sig fyrir baráttuna í Olísdeildinni í vetur og hefur nú borist góður liðsstyrkur en Svavar Ingi Sigmundsson hefur ákveðið að taka fram skóna að nýju og leika með liðinu í vetur. Þetta tilkynnir félagið á heimasíðu sinni nú rétt í þessu.

Svavar verður 25 ára síðar á árinu lék síðast með FH í Olís-deildinni en hefur ekkert leikið undanfarin ár. Hann sneri til baka til KA á síðasta ári og varð yfirþjálfari handknattleiksdeildar auk þess að vera markmannsþjálfari félagsins.

Nú hefur hann ákveðið að taka fram skóna á nýjan leik og stefnir á að spila með KA á næstu leiktíð.

,,Það er gríðarlega jákvætt að fá Svabba aftur inn í liðið en hann þekkir starfið okkar inn og út og verður virkilega gaman að fylgjast með framgöngu hans í vetur en KA liðið verður að mestu byggt upp af öflugum KA mönnum sem lifa fyrir KA og munu gefa sig alla í verkefnið," segir í tilkynningunni frá KA sem hefur verið að safna að sér uppöldnum leikmönnum heim í sumar.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top